Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 15:01 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi manninn fyrir brotin en hann mun ekki sæta fangelsisvist. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár. Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár.
Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira