Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 08:27 Umferðarlöggur höfðu nóg að gera í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg. Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira