NBA dagsins: Giannis og Middleton með 68 stig er Bucks tryggðu sér oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 15:30 Kevin Durant og Khris Middleton í baráttunni í nótt. Báðir skoruðu yfir 30 stig. Elsa/Getty Images Khris Middleton og Giannis Antetokounmpo sáu til þess að Milwaukee Bucks jöfnuðu metin gegn Brooklyn Nets í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan 3-3 og við fáum hreinan úrslitaleik um hvort liðið fer áfram. Milwaukee vann sannfærandi 15 stiga sigur í nótt, 104-89. Í raun var alltaf ljóst að Bucks myndi landa sigri en liðið byrjaði vel og lét forystuna aldrei af hendi. Nets voru án Kyrie Irving annan leikinn í röð og James Harden gerði hvað hann gat en það er ljóst að hann er ekki heill heilsu. Giannis fór að venju mikinn í liði Bucks en hann var gagnrýndur fyrir að keyra ekki nóg á tæpan Harden í síðasta leik liðanna. Gríska undrið skilaði 30 stigum og 17 fráköstum í leiknum en Khris Middleton stal senunni, hann skoraði 38 stig ásamt því að taka 10 fráköst, gefa 5 stoðsendingar og stela boltanum fimm sinnum. Jrue Holiday kom þar á eftir með 21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Brooklyn geta huggað sig við það að vera með heimavallarrétt en allir sex leikir liðanna til þessa hafa unnist á heimavelli. Nets eru því með smá forskot fyrir oddaleik liðanna sem fram fer á laugardagskvöld. Hjá Nets var Kevin Durant með „aðeins“ 32 stig og 11 fráköst en hann skoraði 49 stig er Nets komst 3-2 yfir í einvíginu. Þá lék hann allar 48 mínútur leiksins en í nótt spilaði hann 40 mínútur líkt og James Harden. Sá síðarnefndi skilaði 16 stigum, 7 stoðsendingum og 5 fráköstum. Klippa: NBA dagsins NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Milwaukee vann sannfærandi 15 stiga sigur í nótt, 104-89. Í raun var alltaf ljóst að Bucks myndi landa sigri en liðið byrjaði vel og lét forystuna aldrei af hendi. Nets voru án Kyrie Irving annan leikinn í röð og James Harden gerði hvað hann gat en það er ljóst að hann er ekki heill heilsu. Giannis fór að venju mikinn í liði Bucks en hann var gagnrýndur fyrir að keyra ekki nóg á tæpan Harden í síðasta leik liðanna. Gríska undrið skilaði 30 stigum og 17 fráköstum í leiknum en Khris Middleton stal senunni, hann skoraði 38 stig ásamt því að taka 10 fráköst, gefa 5 stoðsendingar og stela boltanum fimm sinnum. Jrue Holiday kom þar á eftir með 21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Brooklyn geta huggað sig við það að vera með heimavallarrétt en allir sex leikir liðanna til þessa hafa unnist á heimavelli. Nets eru því með smá forskot fyrir oddaleik liðanna sem fram fer á laugardagskvöld. Hjá Nets var Kevin Durant með „aðeins“ 32 stig og 11 fráköst en hann skoraði 49 stig er Nets komst 3-2 yfir í einvíginu. Þá lék hann allar 48 mínútur leiksins en í nótt spilaði hann 40 mínútur líkt og James Harden. Sá síðarnefndi skilaði 16 stigum, 7 stoðsendingum og 5 fráköstum. Klippa: NBA dagsins NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira