Netagerð og kvenfrelsi Drífa Snædal skrifar 18. júní 2021 17:01 Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun