„Kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2021 23:21 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í fyrr í vetur. vísir/Bára Finnur Jónsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, sagði að það hafi reynst liðinu erfitt að lenda undir í fyrri hálfleik gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld og þurfa að klóra sig til baka. Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvíginu og með bakið upp við vegg. „Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50