„Kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2021 23:21 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í fyrr í vetur. vísir/Bára Finnur Jónsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, sagði að það hafi reynst liðinu erfitt að lenda undir í fyrri hálfleik gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld og þurfa að klóra sig til baka. Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvíginu og með bakið upp við vegg. „Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Sjá meira
„Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum