Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Aldrei hafa fleiri konur verið í forystu í Sjálfstæðislokknum og nú. Þær leiða í helmingi kjördæma eftir sigur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Síðustu skammtar af AstraZeneca berast líklega ekki fyrir fyrirhugaða bólusetningu á fimmtudag. Útlit er fyrir að bólusetningunni verði frestað til mánaðamóta.

Þá lítum við til Brasilíu þar sem þúsundir mótmæltu í gær aðgerðaleysi stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Við ræðum við ferðamálastjóra um ákvörðun stjórnvalda að hætta skimun bólusettra ferðamanna og heimsækjum nýjustu tvíbura landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×