Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 14:49 Plakat til stuðnings Daniels Ortega forseta utan á rútu í höfuðborginni Managva. Forsetinn er sakaður um að beita umdeildum landráðalögum til þess að bola burt öllum hugsanlegum keppinautum fyrir forsetakosningar í haust. AP/Miguel Andres Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar. Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar.
Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15