Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 20:24 Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina. Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina.
Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira