Keflvíkingar risu fyrstir upp frá dauðum en ekkert lið náð því í úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 15:30 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eiga ekki fleiri líf í þessari úrslitakeppni. Vísir/Bára Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvígi sínu á móti Þórsurum. Staðan er einföld. Eitt tap í viðbót og yfirburðarlið deildarkeppninnar missir Íslandsmeistaratitilinn til Þorlákshafnar. Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira