Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 22:59 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, átti í vök að verjast á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Vísir/EPA Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn. Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn.
Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57