Frjálslynt fólk í frábærum flokki Arnar Páll Guðmundsson skrifar 26. júní 2021 07:01 „Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun