Enn um rangar forsendur Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2021 20:46 Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00 Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55 Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00
Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55
Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun