„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2021 11:24 Inga Sælan á þinginu. Þó hún taki ekki mikið mark á nýrri könnun hvað Flokk fólksins varðar kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé að ströggla, reyndar mætti sá flokkur gufa upp Ingu að meinalausu. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01