Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. júní 2021 21:01 María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir skerta þjónustu við íbúa heimilisins eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Vísir/Vilhelm Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31
Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50