Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um hóp kvenna, sem telur á þriðja tug, sem hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.

Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn Ásmundarsalarmálsins í símtali síðdegis á aðfangadag. Þetta sagði hún á nefndarfundi Alþingis í mars. Hvorki dómsmálaráðherra né lögreglustjórinn hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.

Konu sem var vart hugað líf þegar hún lá í öndunarvél í níu daga í byrjun árs keppti í hálfum járnkarli (þríþraut) um helgina. Hún segir að keppnin hafi hjálpað henni að treysta líkamanum á ný og er byrjuð að skipuleggja næsta mót.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 1830 en þær má einnig heyra á Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×