Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir? Magnús D. Norðdahl skrifar 1. júlí 2021 15:30 Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun