Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. júlí 2021 09:01 Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar