„Það kólnaði í nótt og þá þéttist rakinn og þetta mikla þokuloft myndast á Faxaflóanum. Síðan er svona létt vestlæg átt sem dælir þokunni til okkar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur.
Fyrir ofan þokuna er síðan léttskýjað og ef ekki væri fyrir hana væri talsverð sól á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Eiríkur segir mögulegt að sólin nái að brenna þokuna í burtu í dag en hljómar þó ekki bjartsýnn: „Það er ekki útilokað. Maður náttúrulega vonar að þetta brennist alveg af en klukkan er orðin 11 og manni sýnist að það sem sólin nær að brenna hér komi bara jafnóðum aftur út af Flóanum.“