Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 14:12 Anna Löscher og Baldur Karl Kristinsson eignuðust dreng 14. júní, eftir að Anna fékk hríðir í bílnum sínum á Selfossi. Þau eru þakklát fyrir hjálp sem þau fengu frá ókunnugum hjónum. Aðsend mynd Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum. Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook. Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook.
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira