Sjúkdómar í sumarfríi Sigmar Guðmundsson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Tengdar fréttir Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar