Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2021 13:49 Bogi Nils afhendir nafna sínum Boga Adolfssyni, formanni björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, viðurkenningun Verndarvænginn fyrir störf sveitarinnar á slóðum eldgossins í Geldingadölum. Aðsend Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum. Við sama tilefni var tilkynnt um nýja viðurkenningu, Verndarvænginn, sem Icelandair mun veita árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Fyrsti Verndarvængurinn var veittur björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar. Samstarfssamningur Icelandair og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kveður á um beinan fjárhagslegan styrk auk sérstakra styrkja til flugferða innanlands og milli landa, að því er segir í tilkynningu. Ekki kemur fram hve miklum fjármunum Icelandair veitir Landsbjörg. Einnig verður lögð áhersla á samstarf Icelandair og Landsbjargar hvað varðar forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna, öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Horft verður til þess að efla vefinn Safetravel.is enn frekar en vefurinn er öflug og góð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icelandair koma upplýsingum um vefinn áfram til flugfarþega um sínar dreifileiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg og Icelandair verið í virku samstarfi varðandi öryggisþjálfun, gerð viðbragðsáætlana og viðbrögð við flugatvikum. Þetta samstarf verður eflt enn frekar á næstu árum. Gestagangur hefur verið mikill á gosstöðvunum undanfarnar vikur. Hérn eru Tómas Guðbjartsson læknir, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í öruggum höndum Steinars Þórs Kristinssonar og Boga Adolfssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/Vilhelm „Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur mjög mikilvægt starf og gegnir lykilhlutverki innan almannavarnarkerfis okkar Íslendinga. Verkefnum björgunarsveita um allt land hefur fjölgað mikið undanfarinn áratug eftir því sem ferðaþjónusta hér á landi hefur eflst og við teljum mikilvægt að við hjá Icelandair, sem flytjum meirihluta ferðamanna til Íslands, leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að öryggi fólks sem ferðast um landið. Það er einnig ánægjulegt að tilkynna um frekari útvíkkun á samstarfi okkar með nýrri viðurkenningu, Verndarvænginn, sem fellur að þessu sinni í skaut Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fyrir mikilvægt starf við að tryggja öryggi ferðamanna við gosstöðvarnar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Stuðningur Icelandair er okkur ómetanlegur í því viðamikla starfi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sinnir. Við höfum lagt mikla áherslu á öryggismál innlendra sem erlendra ferðamanna síðasta áratuginn, meðal annars í gegnum Safetravel verkefnið okkar. Þessi fimm ára samningur gefur okkur því möguleika á að gera enn betur í þeim málaflokki og undirstrikar vilja beggja aðila til þess að vinna áfram sameiginlega að bættu öryggi ferðamanna. Samstarf félagsins og Icelandair hefur verið einstaklega farsælt og skiptir þar mestu máli sá skilningur sem Icelandair hefur sýnt starfsemi okkar og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins. Björgunarsveitir Icelandair Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Við sama tilefni var tilkynnt um nýja viðurkenningu, Verndarvænginn, sem Icelandair mun veita árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Fyrsti Verndarvængurinn var veittur björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar. Samstarfssamningur Icelandair og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kveður á um beinan fjárhagslegan styrk auk sérstakra styrkja til flugferða innanlands og milli landa, að því er segir í tilkynningu. Ekki kemur fram hve miklum fjármunum Icelandair veitir Landsbjörg. Einnig verður lögð áhersla á samstarf Icelandair og Landsbjargar hvað varðar forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna, öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Horft verður til þess að efla vefinn Safetravel.is enn frekar en vefurinn er öflug og góð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icelandair koma upplýsingum um vefinn áfram til flugfarþega um sínar dreifileiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg og Icelandair verið í virku samstarfi varðandi öryggisþjálfun, gerð viðbragðsáætlana og viðbrögð við flugatvikum. Þetta samstarf verður eflt enn frekar á næstu árum. Gestagangur hefur verið mikill á gosstöðvunum undanfarnar vikur. Hérn eru Tómas Guðbjartsson læknir, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í öruggum höndum Steinars Þórs Kristinssonar og Boga Adolfssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/Vilhelm „Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur mjög mikilvægt starf og gegnir lykilhlutverki innan almannavarnarkerfis okkar Íslendinga. Verkefnum björgunarsveita um allt land hefur fjölgað mikið undanfarinn áratug eftir því sem ferðaþjónusta hér á landi hefur eflst og við teljum mikilvægt að við hjá Icelandair, sem flytjum meirihluta ferðamanna til Íslands, leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að öryggi fólks sem ferðast um landið. Það er einnig ánægjulegt að tilkynna um frekari útvíkkun á samstarfi okkar með nýrri viðurkenningu, Verndarvænginn, sem fellur að þessu sinni í skaut Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fyrir mikilvægt starf við að tryggja öryggi ferðamanna við gosstöðvarnar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Stuðningur Icelandair er okkur ómetanlegur í því viðamikla starfi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sinnir. Við höfum lagt mikla áherslu á öryggismál innlendra sem erlendra ferðamanna síðasta áratuginn, meðal annars í gegnum Safetravel verkefnið okkar. Þessi fimm ára samningur gefur okkur því möguleika á að gera enn betur í þeim málaflokki og undirstrikar vilja beggja aðila til þess að vinna áfram sameiginlega að bættu öryggi ferðamanna. Samstarf félagsins og Icelandair hefur verið einstaklega farsælt og skiptir þar mestu máli sá skilningur sem Icelandair hefur sýnt starfsemi okkar og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins.
Björgunarsveitir Icelandair Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?