Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Óttar Kolbeinsson Proppé og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. júlí 2021 15:25 Frá vinstri: Fjölnir Geir Bragason, Árni H. Kristjánsson og Tómas V. Albertsson. vísir/arnar Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur. Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur.
Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira