Guðlaug Edda leið eftir aðgerðina og á mun erfiðara andlega en líkamlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur alltaf fundið leiðir þrátt fyrir mótlæti. Svona leysti hún það að geta ekki komist í sund í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Íslenska þríþrautarkona Guðlaug Edda Hannesdóttir gekk undir stóra mjaðmaraðgerð fyrir rúmri viku en hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sem má að bjarga ferli hennar og halda um leið Ólympíudraumnum á lífi. Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér. Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér.
Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31
Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01