Vonir Federer um að vinna níunda Wimbledon bikarinn urðu að engu í gær eftir að hann tapaði fyrir Hubert Hurkacz í gær.
Hubert er í fjórtánda sæti heimslistans en leikar enduðu 6-3, 7-6 (7-4) og 6-0 en Federer veit heldur ekki hvort hann keppi á Ólympíuleikunum í sumar.
„Ég veit ekki,“ svaraði Federer er hann var aðspurður hvort að þetta væri hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég þarf að tjasla mér saman á ný.“
„Markmiðið á síðasta ári var alltaf að spila á öðru Wimbledon móti og ég náði því á þessu ári sem var mjög ánægjulegt. Við vorum alltaf að fara setjast niður eftir mótið í ár og tala um framtíðina því nú er Wimbledon lokið.“
„Þá tökum við stöðuna og sjáum hvað þarf til að ég komist í betra form og verði samkeppnishæfari. Ég er þó ánægður að hafa spilað á Wimbledon í ár eftir allt sem ég hef fengið í gegnum,“ en Federer gekkst undir hné aðgerð á síðasta ári.
Federer er orðinn 39 ára en hann verður fertugur í næsta mánuði. Hann á að baki tuttugu risatitla en hann hefur meðal annars unnið Wimbledon mótið átta sinnum, síðast árið 2017.
„Auðvitað væri ég til í að spila hérna aftur en aldur minn gerir það að verkum að þú veist aldrei hvað er handan við hornið. Það eru hlutir í mínum leik sem mig vantar og voru sjálfsagðir hlutir fyrir 10, 15 eða 20 árum síðan.“
Roger Federer says he "really does not know" if he will play at Wimbledon again after losing to Poland's Hubert Hurkacz in the quarter-finals 🥺#Wimbledon #bbctennis
— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021