Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 14:45 Keith Long mætir í Garðabæinn í kvöld. Harry Murphy/Getty Images Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. „Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
„Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira