Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud með börnin sín á leiðinni til Noregs í janúar. Dvölin í Noregi verður styttri en til stóð því fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira