Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 11:14 Block19 er breytt Glock19. Culper Precision Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Sjá meira
Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Sjá meira