Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 12:00 Álfhildur Rósa [fyrir miðju] segir ákveðna ábyrgð felast í því að vera fyrirliði, hvað þá í jafn stórum leik og fram fer á morgun. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. FH kemur þá í heimsókn í Laugardalinn og fari svo að Þróttur vinni þá kemst félagið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögunni. Það er því ekki að ástæðulausu að talað sé um „stærsta leik í sögu kvennaknattspyrnu Þróttar.“ „Það sést alveg að það er mikil stemning í klúbbnum. Bæði í kringum liðið og hjá stuðningsfólki okkar. Það er verið að hvetja fólk til að mæta inn á Köttarasíðunni [stuðningssíðu Þróttar] og svona. Þar sem við erum á heimavelli er rosaleg dagskrá í kringum leikinn, grill fyrir leik, hoppukastali fyrir krakkana og fleira í þeim dúr,“ sagði Álfhildur Rósa í stuttu spjalli við Vísi fyrir stórleikinn á föstudag. Ásamt því að vera í undanúrslitum bikarsins þá sitja Þróttarar í 4. sæti Pepsi Max deild kvenna með 15 stig að loknum 10 leikjum, tveimur stigum minna en Selfoss sem er sæti ofar í töflunni. Álfhildur Rósa hefur byrjað alla leiki liðsins og þrátt fyrir að vera hörð í horn að taka á miðju vallarins hefur hún aðeins náð sér í eitt gult spjald en mörkin hafa látið á sér standa það sem af er sumri. „Við áttum svolítið erfitt með að koma okkur af stað í byrjun móts en erum mjög ánægðar með hvar við erum núna. Ekki annað hægt þegar við erum ofarlega í töflunni – eins og er – og komnar í undanúrslit í bikar, getum ekki mikið kvartað. Andrúmsloftið í liðinu er mjög gott og við erum sérstaklega spenntar fyrir leiknum á föstudag.“ Ákveðin ábyrgð sem fylgir fyrirliðabandinu Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þá hefur Álfhildur Rósa á sínu þriðju tímabili sem fyrirliði uppeldisfélagsins. Hún spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir Þrótt sumarið 2015 er liðið féll úr efstu deild. Þrátt fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir meistaraflokk og verið fyrirliði í rúmlega helming þeirra þá er leikurinn á morgun sérstakur. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa. Það er mikið af fólki að fara mæta, það er bara gaman en það verður pressa á manni að stýra liðinu og rífa það upp ef þess þarf. Það er meiri pressa í svona stórum leikjum en við stöndum allar þétt saman svo pressan dreifist í rauninni á alla, að mínu mati allavega.“ Álfhildur Rósa í baráttunni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Eiga harma að hefna Þegar ljóst var að Þróttur myndi fá FH, Val eða Breiðablik í undanúrslitum gat liðið vart beðið um betri drátt. FH – sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar – á heimavelli. Liðin hafa hins vegar mæst nokkuð oft undanfarin ár og miðað við úrslitin þá má reikna með hörkuleik. „Aðallega geggjað að vera á heimavelli í svona leik. FH hafa verið að standa sig mjög vel í Lengjudeildinni og við vitum alveg að þetta verður ekkert auðveldur leikur. Við höfum mætt þeim oft í gegnum árin og þetta verður mikil barátta.“ Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildarkeppni á undanförnum tveimur árum og einu sinni í bikarnum. Þróttur hefur vinninginn í deildinni - tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap - en FH vann bikarleik liðanna í Laugardalnum á síðustu leiktíð 1-0 og því eiga heimastúlkur harma að hefna á morgun. „Bikarinn er auðvitað allt öðruvísi keppni. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn og skipuleggja hvað við ætlum að gera í leiknum. Við höfum samt reynt að halda í sömu rútínu og vanalega þó við séum mikið að pæla í þessum leik.“ Besta stuðningsfólk landsins í stúkunni „Eins og staðan er núna er mjög sátt í Þrótti og líður vel þar. Maður veit samt aldrei hvaða tækifæri getakomið en eins og staðan er í dag er ég mjög sátt,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð hvað framtíðin bæri í skauti sér. Fyrr á þessu ári var hún valin í æfingahóp íslenska A-landsliðsins. Að lokum hrósaði fyrirliðinn stuðningsfólki Þróttar í hástert. Leyfa litlu stelpunum að fagna með @throtturrvk pic.twitter.com/Yt2VELgWrv— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 11, 2021 „Okkur í liðinu finnst við eiga besta stuðningsfólk landsins og viljum hvetja alla Köttara til að koma og horfa á okkur spila á föstudaginn. Það verður gríðarleg stemning á þessum leik,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur, að lokum. Þróttur Reykjavík og FH mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
FH kemur þá í heimsókn í Laugardalinn og fari svo að Þróttur vinni þá kemst félagið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögunni. Það er því ekki að ástæðulausu að talað sé um „stærsta leik í sögu kvennaknattspyrnu Þróttar.“ „Það sést alveg að það er mikil stemning í klúbbnum. Bæði í kringum liðið og hjá stuðningsfólki okkar. Það er verið að hvetja fólk til að mæta inn á Köttarasíðunni [stuðningssíðu Þróttar] og svona. Þar sem við erum á heimavelli er rosaleg dagskrá í kringum leikinn, grill fyrir leik, hoppukastali fyrir krakkana og fleira í þeim dúr,“ sagði Álfhildur Rósa í stuttu spjalli við Vísi fyrir stórleikinn á föstudag. Ásamt því að vera í undanúrslitum bikarsins þá sitja Þróttarar í 4. sæti Pepsi Max deild kvenna með 15 stig að loknum 10 leikjum, tveimur stigum minna en Selfoss sem er sæti ofar í töflunni. Álfhildur Rósa hefur byrjað alla leiki liðsins og þrátt fyrir að vera hörð í horn að taka á miðju vallarins hefur hún aðeins náð sér í eitt gult spjald en mörkin hafa látið á sér standa það sem af er sumri. „Við áttum svolítið erfitt með að koma okkur af stað í byrjun móts en erum mjög ánægðar með hvar við erum núna. Ekki annað hægt þegar við erum ofarlega í töflunni – eins og er – og komnar í undanúrslit í bikar, getum ekki mikið kvartað. Andrúmsloftið í liðinu er mjög gott og við erum sérstaklega spenntar fyrir leiknum á föstudag.“ Ákveðin ábyrgð sem fylgir fyrirliðabandinu Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þá hefur Álfhildur Rósa á sínu þriðju tímabili sem fyrirliði uppeldisfélagsins. Hún spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir Þrótt sumarið 2015 er liðið féll úr efstu deild. Þrátt fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir meistaraflokk og verið fyrirliði í rúmlega helming þeirra þá er leikurinn á morgun sérstakur. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa. Það er mikið af fólki að fara mæta, það er bara gaman en það verður pressa á manni að stýra liðinu og rífa það upp ef þess þarf. Það er meiri pressa í svona stórum leikjum en við stöndum allar þétt saman svo pressan dreifist í rauninni á alla, að mínu mati allavega.“ Álfhildur Rósa í baráttunni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Eiga harma að hefna Þegar ljóst var að Þróttur myndi fá FH, Val eða Breiðablik í undanúrslitum gat liðið vart beðið um betri drátt. FH – sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar – á heimavelli. Liðin hafa hins vegar mæst nokkuð oft undanfarin ár og miðað við úrslitin þá má reikna með hörkuleik. „Aðallega geggjað að vera á heimavelli í svona leik. FH hafa verið að standa sig mjög vel í Lengjudeildinni og við vitum alveg að þetta verður ekkert auðveldur leikur. Við höfum mætt þeim oft í gegnum árin og þetta verður mikil barátta.“ Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildarkeppni á undanförnum tveimur árum og einu sinni í bikarnum. Þróttur hefur vinninginn í deildinni - tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap - en FH vann bikarleik liðanna í Laugardalnum á síðustu leiktíð 1-0 og því eiga heimastúlkur harma að hefna á morgun. „Bikarinn er auðvitað allt öðruvísi keppni. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn og skipuleggja hvað við ætlum að gera í leiknum. Við höfum samt reynt að halda í sömu rútínu og vanalega þó við séum mikið að pæla í þessum leik.“ Besta stuðningsfólk landsins í stúkunni „Eins og staðan er núna er mjög sátt í Þrótti og líður vel þar. Maður veit samt aldrei hvaða tækifæri getakomið en eins og staðan er í dag er ég mjög sátt,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð hvað framtíðin bæri í skauti sér. Fyrr á þessu ári var hún valin í æfingahóp íslenska A-landsliðsins. Að lokum hrósaði fyrirliðinn stuðningsfólki Þróttar í hástert. Leyfa litlu stelpunum að fagna með @throtturrvk pic.twitter.com/Yt2VELgWrv— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 11, 2021 „Okkur í liðinu finnst við eiga besta stuðningsfólk landsins og viljum hvetja alla Köttara til að koma og horfa á okkur spila á föstudaginn. Það verður gríðarleg stemning á þessum leik,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur, að lokum. Þróttur Reykjavík og FH mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti