Misstu af Símamótinu vegna sóttkvíar en ætla að keppa við meistaraflokk karla í staðinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 20:01 Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Vísir Ellefu og tólf ára stelpur í fimmta flokki KR gátu ekki keppt á Símamótinu um helgina þar sem liðið þurfti allt í sóttkví vegna kórónuveirusmits. Í staðinn ætla þær að keppa við strákana í meistaraflokki og eru þær ekki í neinum vafa um hvor vinni þann leik. Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar. Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar.
Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira