FH er í fínum málum eftir fyrri leikinn í Kaplakrika sem vannst 1-0. Liðið mætti til Írlands í gær og er klárt í leik dagsins.
Dómari leiksins heitir Luis Teixeira og kemur frá Portúgal en aðstoðardómararnir tveir og fjórði dómari leiksins koma allir frá Andorra. Þar á meðal er Marta Casado sem er aðeins 22 ára gömul. Verður þetta fyrsti Evrópuleikurinn – karla megin – sem hún dæmir á dómaraferli sínum.
Það er til mikils að vinna fyrir FH í kvöld en komist liðið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu fær það 300 þúsund evrur eða tæplega 44 milljónir króna.
Fótbolti.net greindi fyrst frá.
Leikur FH og Sligo Rovers hefst nú klukkan 17.00 á Showgrounds-vellinum í Sligo.