Eru orð til alls fryst? Birgir Birgisson skrifar 18. júlí 2021 09:02 Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun