Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að forráðamenn Chelsea hafi ákveðið að snúa spjótum sínum að þýska stórveldinu Bayern Munchen og reyna að kaupa af þeim pólsku markamaskínuna Robert Lewandowski.
Afar ólíklegt verður að teljast að Bæjarar séu tilbúnir að hlusta á tilboð í framherjann enda verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár.
Lewandowski er 32 ára gamall en ekkert hefur hægst á markaskorun hjá honum upp á síðkastið; hann skoraði 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.