Covid-19 vs. loftslagsvá? Þórunn Wolfram skrifar 19. júlí 2021 09:00 Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun