Ekki bruna af stað án brunavarna Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. júlí 2021 11:01 Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjaldsvæði Ferðalög Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar