Ljóst hvert íslensku liðin fara ef þau komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 15:00 Davíð Ingvarsson og félagar í Breiðablik verða á ferð og flugi næstu vikur ef þeir komast áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Í dag var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Því er ljóst hvað gerist ef íslensku liðin fara áfram en þau þrjú lið sem eftir eru eiga mjög erfiða leiki framundan. Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira