Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 08:48 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. „Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru gríðarlegir í efnahagslegu tilliti fyrir þjóðarbúið og alla þjóðina. Þannig að það er ekki eins og þetta snúist um ferðaþjónustuna annars vegar og þjóðina hins vegar,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður ræddi nýjar takmarkanir á landamærunum og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir allar takmarkanir á landamærum hafa letjandi áhrif á ferðaþjónustuna en enn eigi eftir að koma í ljós hver áhrif nýrra takmarkana verða. „Við vitum að allar svona takmarkanir hafa letjandi áhrif og geta jafnvel komið í veg fyrir að fólk bóki ferðir eða fái grundvallaða ástæðu til að afbóka feðrir sem það er að fara í en við vonum að það sé ekki þannig,“ segir Bjarnheiður. Breytingarnar voru tilkynntir í gær og munu taka gildi næsta mánudag. Allir ferðamenn, sama hvort þeir eru bólusettir eða staðfesta fyrri sýkingu, munu þurfa að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Bjarnheiður segir nýjar takmarkanir ekki endilega jákvæðar, en borið hefur á því að ferðaþjónustan hafi vart ráðið við þann fjölda ferðamanna sem hingað hefur sótt undanfarnar vikur. „Það hafa komið nokkrir flöskuhálsar á ákveðnum sviðum en ég hef nú trú á því að við myndum leysa úr því eins og flestum áskorunum sem okkur hafa mætt í gegn um tíðina,“ segir Bjarnheiður. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, lýsti miklum vonbrigðum með nýjar takmarkanir í gær. Hann segir marga forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja með kjálkann í gólfinu. „Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu í gær. Bjarnheiður tekur undir þetta og segir ferðaþjónustuna finna fyrir miklum vonbrigðum með það að stíga hafi þurft skref til baka. Þó sé fólk ánægt með að antigen prófin séu tekin gild. „Jafnframt er fólk ánægt með það að það skuli þó vera tekin gild þessi antigen próf. Ef það hefðu bara verið þessi PCR próf sem hefðu verið tekin gild hefði það verið miklu alvarlegra. Bæði þar sem það er bæði dýrara að fá þau og erfitt að nálgast þau. Það er ekki víst að fólk hefði náð þeim fyrir ferðina sína þannig að það er jákvætt. Þetta er ekki alls staðar eins aðgengilegt og þetta er hér.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00 Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12 Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
„Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru gríðarlegir í efnahagslegu tilliti fyrir þjóðarbúið og alla þjóðina. Þannig að það er ekki eins og þetta snúist um ferðaþjónustuna annars vegar og þjóðina hins vegar,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður ræddi nýjar takmarkanir á landamærunum og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir allar takmarkanir á landamærum hafa letjandi áhrif á ferðaþjónustuna en enn eigi eftir að koma í ljós hver áhrif nýrra takmarkana verða. „Við vitum að allar svona takmarkanir hafa letjandi áhrif og geta jafnvel komið í veg fyrir að fólk bóki ferðir eða fái grundvallaða ástæðu til að afbóka feðrir sem það er að fara í en við vonum að það sé ekki þannig,“ segir Bjarnheiður. Breytingarnar voru tilkynntir í gær og munu taka gildi næsta mánudag. Allir ferðamenn, sama hvort þeir eru bólusettir eða staðfesta fyrri sýkingu, munu þurfa að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Bjarnheiður segir nýjar takmarkanir ekki endilega jákvæðar, en borið hefur á því að ferðaþjónustan hafi vart ráðið við þann fjölda ferðamanna sem hingað hefur sótt undanfarnar vikur. „Það hafa komið nokkrir flöskuhálsar á ákveðnum sviðum en ég hef nú trú á því að við myndum leysa úr því eins og flestum áskorunum sem okkur hafa mætt í gegn um tíðina,“ segir Bjarnheiður. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, lýsti miklum vonbrigðum með nýjar takmarkanir í gær. Hann segir marga forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja með kjálkann í gólfinu. „Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu í gær. Bjarnheiður tekur undir þetta og segir ferðaþjónustuna finna fyrir miklum vonbrigðum með það að stíga hafi þurft skref til baka. Þó sé fólk ánægt með að antigen prófin séu tekin gild. „Jafnframt er fólk ánægt með það að það skuli þó vera tekin gild þessi antigen próf. Ef það hefðu bara verið þessi PCR próf sem hefðu verið tekin gild hefði það verið miklu alvarlegra. Bæði þar sem það er bæði dýrara að fá þau og erfitt að nálgast þau. Það er ekki víst að fólk hefði náð þeim fyrir ferðina sína þannig að það er jákvætt. Þetta er ekki alls staðar eins aðgengilegt og þetta er hér.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00 Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12 Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00
Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12
Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49