Sjónarvottur sem ræddi við Vísi í kvöld segir að um nokkuð hörð slagsmál hafi verið um að ræða, þar sem einn af sem tók þátt í þeim hafi meðal annars flogið í gegnum rúðu og slasast nokkuð við það.
Lögreglan á Akureyri staðfestir við Vísi að sex hafi verið handteknir vegna slagsmálanna sem áttu sér stað um klukkan níu í kvöld. Málið sé í rannsókn.
Talsverður fjöldi er á Akureyri þessa dagana enda veðurblíðan með eindæmum. Þannig fór hitinn í 27,3 gráður á Akureyri í dag.