Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir tíðindi dagsinis varðandi væntanlega aðgerðir vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarnar vikur, sem sóttvarnalæknir segir í veldisvexti.

 Hann segir ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkrar vikur hvort bólusettir geti veikst alvarlega við að smitast af delta-afbrigðinu en vissara sé að grípa til aðgerða sem fyrst til að koma í veg fyrir að fleri smitist.

Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir öfgamenn til hægri og vinstri, sem kenni sig ýmist við kristni eða íslam eiga meira sameiginlegt sín í milli en með þeim mikla meirihluta Norðmanna sem treysti á lýðræðið og reglur þess. 

Við sýnum frá minningarathöfnum í Noregi og hér á landi tíu árum eftir hryðjuverkin í Osló og Útey. Það heyrum við íbúum á Kópaskeri sem leggjast hart gegn hugmyndum um að reisa stór viindorkuver á Melrakkasléttu. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×