Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2021 14:00 Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugaáss, segist hafa þurft að tryggja starfsmönnum áfallahjálp í mars í fyrra þegar öllu var skellt í lás. Vísir Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52