Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:01 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar. Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér. Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér.
Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira