Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins.
Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30.
Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66
— NBA (@NBA) July 28, 2021
Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)
Devin Booker: 16 PTS
Jayson Tatum: 14 PTS
Zach LaVine: 13 PTS
Kevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM
Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar.
Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum.
Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021
Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb
Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum.
Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum.
Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik.