Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 10:14 Langar raðir hafa verið í sýnatöku síðustu vikuna. Vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11