Sunisa Lee hélt sigurgöngu Bandaríkjanna í fjölþrautinni áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 13:21 Sunisa Lee fagnar eftir að úrslitin í fjölþrautinni lágu fyrir. getty/Jamie Squire Hin átján ára Sunisa Lee frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira