Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. júlí 2021 09:00 Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun