Sýnatökuprófin segja ekki bara já eða nei Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 17:03 Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón Það kemur fyrir að falskar jákvæðar niðurstöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Bæði getur verið um tæknileg frávik að ræða en einnig að út komi „mjög óafgerandi niðurstöður“ úr sýnatökunni. Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira