Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 07:17 Maðurinn sem átti að vera í sóttkví var vistaður í fangageymslu í nótt. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í daglegri fréttatilkynningu lögreglu í morgun. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu í nótt fyrir rannsókn málsins, einnig sá sem átti að vera í sóttkví. Handtakan átti sér stað um klukkan korter yfir eitt í nótt. Fyrr það sama kvöld, rétt um kvöldmatarleytið, voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í sama hverfi Kópavogs grunaðir um líkamsárás. Þeir fengu aðhlynningu á bráðamóttöku en þurftu síðan að gista fangageymslu lögreglu í nótt. Önnur líkamsárás var tilkynnt við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Unglingar segja að hópur manna vopnuðum bareflum hafi ráðist á sig við vatnið. Lögregla segir að ekki sé vitað um meiðsl unglinganna og að málið hafi verið leyst með aðkomu foreldra. Í miðbænum var einnig nokkuð um að vera hjá lögreglunni í gær. Klukkan að verða sex um kvöld var maður í annarlegu ástandi handtekinn á ónefndum veitingastað. Hann var þá búinn að valda einhverjum skemmdum á staðnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns. Síðar um kvöldið var tilkynnt um rúðubrot á bílum. Fyrst í bílakjallara í hverfi 103 klukkan 20:14 þar sem búið var að brjóta hliðarrúður í tveimur bílum. Síðan á bílastæði í miðbænum klukkan 20:23 þar sem búið var að brjóta afturrúðu á bifreið. Í nótt var einn maður handtekinn í miðbænum, klukkan rúmlega hálf tvö. Hann var ofurölvi, neitaði að gefa lögreglu upp kennitölu sína, fór ekki að fyrirmælum og hafði í hótunum við lögreglumenn að þeirra sögn. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í daglegri fréttatilkynningu lögreglu í morgun. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu í nótt fyrir rannsókn málsins, einnig sá sem átti að vera í sóttkví. Handtakan átti sér stað um klukkan korter yfir eitt í nótt. Fyrr það sama kvöld, rétt um kvöldmatarleytið, voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í sama hverfi Kópavogs grunaðir um líkamsárás. Þeir fengu aðhlynningu á bráðamóttöku en þurftu síðan að gista fangageymslu lögreglu í nótt. Önnur líkamsárás var tilkynnt við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Unglingar segja að hópur manna vopnuðum bareflum hafi ráðist á sig við vatnið. Lögregla segir að ekki sé vitað um meiðsl unglinganna og að málið hafi verið leyst með aðkomu foreldra. Í miðbænum var einnig nokkuð um að vera hjá lögreglunni í gær. Klukkan að verða sex um kvöld var maður í annarlegu ástandi handtekinn á ónefndum veitingastað. Hann var þá búinn að valda einhverjum skemmdum á staðnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns. Síðar um kvöldið var tilkynnt um rúðubrot á bílum. Fyrst í bílakjallara í hverfi 103 klukkan 20:14 þar sem búið var að brjóta hliðarrúður í tveimur bílum. Síðan á bílastæði í miðbænum klukkan 20:23 þar sem búið var að brjóta afturrúðu á bifreið. Í nótt var einn maður handtekinn í miðbænum, klukkan rúmlega hálf tvö. Hann var ofurölvi, neitaði að gefa lögreglu upp kennitölu sína, fór ekki að fyrirmælum og hafði í hótunum við lögreglumenn að þeirra sögn. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira