„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 11:57 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vilhelm gunnarsson Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42