Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira