Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Nýr tónn er í sóttvarnalækni sem hyggst ekki senda áfram niðurnegldar tillögur um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirunnar heldur áhættumat í minnisblaði sínu til ráðherra. Segir hann í höndum stjórnvalda að meta hvaða aðgerðir henti, með tilliti til annarra hagsmuna.

Fjallað verður um fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í dag voru bæði upplýsingafundur og ríkisstjórnarfundur og verður sagt frá öllu því helsta sem kom þar fram.

Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust en kennarar hafa áhyggjur að sögn formanns Kennarasambands Íslands. Þeir kennarar og skólastarfsmenn sem fengu Janssen-sprautu í vor fengu örvunarskammt í dag. Eftir miðjan mánuð verður farið að bólusetja aðra hópa sem fengu Janssen.

Þá fylgjumst við með opnun Hinsegin daga í miðborginni í dag. Það verður engin gleðiganga en þó litadýrð, regnbogar og botnlaus gleði.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×