Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Stefnt er að því að hefja hefðbundið skólastarf án takmarkana á öllum skólastigum í haust. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. „Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
„Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent